Gelding dýra. Sársaukalaus aðgerð?

Ísbú búrekstrarvörur vilja vekja athygli á að gelding á dýrum er ekki sársaukalaus aðgerð eins og við höfum stundum heyrt. Gelding skal ávallt framkvæmd af dýralæknum. Dýralæknafélag Íslands sá sig knúið til þess að senda bréf á eftirfarandi félög hinn 7. janúar 2010:

Bændasamtök Íslands
Landssamtök sauðfjárbænda
Landssamband kúabænda
Búnaðarsambönd um land allt

og afrit sent á

-Dýraverndarráð
-Matvælastofnun

Frétt þess efnis má finna á þessum hlekk: http://www.saudfe.is/forsida/873-dyralaeknar-vilja-ekki-ae-aerir-framkvaemi-geldingar.html

Bréfið er birt hér að neðan:

Reykjavík 7. janúar 2010

Bændasamtök Íslands
Landssamtök sauðfjárbænda
Landssamband kúabænda
Búnaðarsambönd um land allt

Geldingar leikmanna á hrútum og kálfum

 

Dýralæknafélag Íslands hvetur hér með Bændasamtök Íslands, Landssamtök

sauðfjarbænda, Landssamband kúabænda og búnaðarsambond um land allt til

að beita sér gegn því að leikmenn geldi hrúta og kálfa með svokölluðum hrúta-

og kálfatöngum. Um er að ræða sársaukafulla aðgerð sem krefst deyfingar og

slíkar aðgerðir eru eingöngu á færi dýralækna, sbr. ákvæði laga um dýravernd og

laga um dýralækna og heilbrigðisþjónustu.

 

Vinsamlega hafið frumkvæði að umræðu og fræðslu um málefnið meðal sauðfjár-

og kúabænda þannig að koma megi í veg fyrir brot á lögum um dýravernd hvað

þetta varðar og þar af leiðandi álitshnekki sauðfjár- og kúabænda varðandi velferð

dýra.

 

Virðingarfyllst
Guðbjörg Þorvarðardóttir formaður stjórnar Dýralæknafélags Íslands