Jötunn Vélar kaupa Jón Bónda.Nýverið var gengið frá samningi um kaup Jötunn Véla á rekstri Jóns Bónda. Markmið Jötunn Véla með kaupunum er að auka enn frekar vöruúrval í verslun og netverslun og þannig geta þjónað viðskiptavinum sínum um allt land enn betur á komandi misserum. Jón Bóndi sérhæfir sig í innflutningi og sölu á ýmiskonar rekstrarvörum fyrir bændur og aðra dýraeigendur en meðal þekktra vörumerkja sem Jón bóndi selur má nefna: Lister klippur og rúningsvörur. Jón Bóndi sem áður hét Ísbú búrekstrarvörur var stofnað af þeim Ásmundi Einari Daðasyni og Daða Einarssyni á Lambeyrum og hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Fyrirtækið var til að byrja með staðsett á Lambeyrum en síðustu árin hefur starfstöð þess verið að Réttarhálsi 2 í Reykjavík. Síðar áttu Gunnar Biering og Sunna Helgadóttir fyrirtækið og selja þau nú Jötunn vélum reksturinn.
|
Vörukarfa
Það eru 0 vörur í körfunni, samtals verð er 0,00 ISK